Andri Valur til Keflavíkur?
Knattspyrnumaðurinn Andri Valur Ívarsson, sóknarmaður frá Völsungi á Húsavík, sagðist í samtali við fotbolti.net í dag ætla að gera upp hug sinn varðandi framtíð sína um komandi helgi.
Samkvæmt fotbolti.net stendur valið á milli Keflavíkur og Vals en Andri gerði sjö mörk fyrir Völsung á síðustu leiktíð í 17 leikjum. Andri Valur er 25 ára gamall sóknarmaður en allar líkur eru á því að Hörður Sveinsson leiki erlendis en ekki með Keflvíkingum á næstu leiktíð en hann er á leið sinni til Danmerkur um þessar mundir frá norska liðinu Brann.
Heimild: www.fotbolti.net
Mynd: www.skarpur.is