Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Andri Steinn og Ómar Karl í Keflavík
Miðvikudagur 17. mars 2010 kl. 08:43

Andri Steinn og Ómar Karl í Keflavík


Knattspyrnumennirnir Andri Steinn Birgisson og Ómar Karl Sigurðsson hafa skrifað undir leikmannasamning hjá Pepsideildarliði Keflavíkur. Þeir ættu því að verða löglegir á í kvöld  þegar Keflavík mætir Breiðablik í Lengjubikarnum í Reykjaneshöllinni.

Andri Steinn er fæddur 1983.  Hann er miðjumaður og kemur frá Fjölni en hefur einnig spilað með Asker í Noregi, Grindavík, Fram, Víking R.,  Fylki og Aftureldingu.  Andri Steinn ræddi við nokkur félög hér á landi og valdi Keflavík að lokum.  Ein aðalástæðan fyrir þessari ákvörðun hans er að fá tækifæri til að spila undir stjórn Willum.

Ómar Karl er fæddur 1982 og er miðjumaður.  Hann spilaði síðast með Mandalskameratene frá Noregi og áður spilaði hann með Haukum árin 2002-2008.  Ómar Karl hefur spilað undir stjórn Willums þegar Willum þjálfaði Hauka árin 2000 og 2001.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024