Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Andri Steinn: Grátlegt að ná ekki heimasigri
Þriðjudagur 15. júlí 2008 kl. 14:07

Andri Steinn: Grátlegt að ná ekki heimasigri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar eru enn án sigurs á heimavelli í Landsbankadeild karla eftir jafntefli gegn Þrótti í gær, 2-2. Þróttarar komust yfir í upphafi seinni hálfleiks en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Þeir virust ætla að innbyrða sinn fyrsta heimasigur, en Hjörtur Hjartarson jafnaði leikinn á ný með vítaspyrnu rétt fyrir leikslok.

 

Grindvíkingar eru engu að síður á ágætis stað í deildinni, þökk sé ríkulegri uppskeru á útivöllum.

 

Andri Steinn Birgisson, framherji Grindvíkinga, sagðist hundsvekktur með útkomu leiksins. „Það er alveg óþolandi að ná ekki að klára þessa heimaleiki. Hreint út sagt. Við missum að vísu mann út af, en það er líka óásættanlegt að menn séu að láta henda sér útaf fyrir að rífa kjaft. Við erum búnir að ræða þetta, því við vitum að dómarar eru að spjalda hægri-vinstri fyrir mótmæli.“

 

„Við sýndum hins vegar mikinn karakter og vorum þremur mínútum frá að landa sigri þegar við fáum á okkur víti sem væri fróðlegt að sjá aftur í sjónvarpi.“

 

Andri sagðist annars heilt yfir vera ánægður með spilamennskuna á sínu liði þó árangurinn á heimavelli væri alls ekki nógu góður.

 

„Við reynum alltaf að spila góðan bolta og það tekst yfirleitt, en að vera ekki með sigur á heimavelli eftir fyrri umferðina er alveg grátlegt.“

VF-mynd/Þorgils - Andri Steinn í leiknum í gær. Fleiri myndir má finna á Ljósmyndavef VF