Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Andri Steinn á förum og Guðmundur skoðar sig um
Mánudagur 17. október 2011 kl. 14:33

Andri Steinn á förum og Guðmundur skoðar sig um

Miðjumaðurinn öflugi Andri Steinn Birgisson er á förum frá Keflavík en ljóst er að hann mun ekki gera nýjan samning við félagið. Andri hefur leikið með Keflavík síðustu tvö tímabil en samningur hans við félagið rann út í gær. Þessi 27 ára gamli miðjumaður skoraði þrjú mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni og Valitor-bikarnum í sumar.

Guðmundur Steinarsson er einnig samningslaus um þessar mundir og heyrst hefur af áhuga frá fyrrum þjálfara Guðmundar, Kristjáni Guðmundsyni sem nú er við stjórnvölin hjá Valsmönnum. „Ég er búinn að heyra aðeins af áhuga þeirra en það er ekki búið að fara mjög langt. Ég er búinn að vera erlendis og þetta opnaði bara í gær," sagði Guðmundur í samtali við vefsíðuna fóbolti.net.. Nokkrir leikmenn Keflvíkinga eru samninglausir og munu mál þeirra skýrast á næstunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024