Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Andri Fannar skrifar undir hjá Keflavík
Andri Fannar var valinn bestur hjá Njarðvík 2011.
Mánudagur 28. janúar 2013 kl. 16:02

Andri Fannar skrifar undir hjá Keflavík

Framherjinn Andri Fannar Freysson hefur skrifað undir samning við Keflvíkinga. Andri sem kemur frá Njarðvík samdi til tveggja ára en hann hefur æft með Keflvíkingum að undanförnu.

Andri sem er tvítugur hélt til náms síðastliðið haust í Loyola háskólanum í Marylandfylki Bandaríkjunum þar sem hann ætlaði að stunda knattspyrnu samhliða námi. Það fór þó ekki eins og vonast var til þar sem meisli í hné voru að angra Andra. Áður hafði hann slegið í gegn hjá Njarðvíkinum í 2. deild þar sem hann var markahæstur og var kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024