Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Andri Fannar og Sunneva Dögg íþróttafólk UMFN 2017
Móðir Sunnevu og Andri Fannar.
Föstudagur 29. desember 2017 kl. 10:25

Andri Fannar og Sunneva Dögg íþróttafólk UMFN 2017

Andri Fannar Freysson knattspyrnumaður og Sunneva Dögg Robertson sundkona voru kjörin íþróttafólk ársins hjá íþróttadeild UMFN. Andri Fannar var einnig kjörinn knattspyrnumaður ársins og Sunneva sundkona ársins. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar við kjör íþróttamanna ársins og hér að neðan má sjá hverjir hlutu viðurkenningar í sinni íþróttagrein. Sunneva var stödd erlendis og tók móðir hennar við verðlaununum fyrir hennar hönd.

Heiðrún Fjóla Pálsdóttir-  Júdókona
Ægir Már Baldvinsson-  Júdómaður
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir-  Glímukona
Gunnar Gustav Logason-  Glímumaður
Björk Gunnarsdóttir-   Körfuknattleikskona
Logi Gunnarsson-   Körfuknattleiksmaður
Andri Fannar Freysson-  Knattspyrnumaður
Íris Rut Jónsdóttir-   Kraftlyftingarkona
Emil Ragnar Ægisson-  Kraftlyftingarmaður
Katla Björk Ketilsdóttir- Lyftingarkona
Guðmundur Juanito Ólafsson-     Lyftingarmaður
Sunneva Dögg Robertson-  Sundkona
Aron Fannar Kristínarson-  Sundmaður
Guðlaug Sveinsdóttir-  Þríþrautarkona
Baldur Sæmundsson-  Þríþrautarmaður

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hópurinn sem tók við viðurkenningum