Andri Fannar bestur hjá Njarðvíkingum
Andri Fannar Freysson var í um helgina kjörinn leikmaður ársins á lokahófi meistaraflokks Njarðvíkur í knattspyrnu. Andri Fannar sem hefur leikið mjög vel í sumar og er vel að titlinum kominn. Andri Fannar var ekki einungis leikmaður ársins heldur líka markahæsti leikmaður liðsins með alls 17 mörk í 2. deild, og einnig markahæsti leikmaðurinn í deildinni ásamt Jóhanni Magna Jóhannsyni leikmanni Reynis.
Þá var Gísli Freyr Ragnarsson var valinn efnilegasti leikmaður Njarðvikur og er því handhafi Milebikarsins sem gefin var til minningar um Mile fyrrum þjálfara hjá Njarðvík og Keflavík.
Árni Þór Ármannsson fékk viðurkenningu fyrir 150 leik og þeir Bjarni Steinar Sveinbjörnsson og Ísleifur Guðmundsson fengu viðurkenningu fyrir 50 leiki með meistaraflokk.
Sævar Júlíusson markmannsþjálfari fékk viðurkenningu fyrir framlag sitt til knattspyrnudeildarinnar á síðustu þremur áratugum. Leikmenn meistaraflokks heiðruðu líka Guðmund Rúnar Jónsson formann meistaraflokksráðs fyrir störf hans.
Lokahófið frór fram í sal í Íþróttamiðstöð Njarðvikur. Dagskráin var hefbundin og rann létt áfram, boðið var uppá glæsilegt hlaðborð frá Réttinum en Magnús Þórisson matreiðslumeistari og knattspyrnudómari galdraði hann fram ásamt því að troða upp og stjórna fjölda söng. Þá fór körfuknattleiksmaðurinn Örvar Kristjánsson með gamanmál og brást ekki frekar en fyrri daginn.
Nánar á umfn.is
Mynd og texti af heimasíðu Njarðvíkur