Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Andri bjargaði fyrsta stigi Grindvíkinga í hús
Mánudagur 12. mars 2007 kl. 16:02

Andri bjargaði fyrsta stigi Grindvíkinga í hús

Grindvíkingar mættu KA í Lengjubikarnum í knattspyrnu um helgina og náðu í hús sínum fyrstu stigum í keppninni. Lokatölur leiksins voru 2-2 þar sem Andri Steinn Birgisson gerði jöfnunarmarkið fyrir Grindavík í viðbótartíma.

 

Orri Freyr Hjaltalín gerði fyrra mark Grindavíkur og jafnaði þar metin í 1-1 en KA komst í 2-1 og Andri jafnaði aftur í 2-2 í viðbótartíma. Næsti leikur Grindvíkinga í Lengjubikarnum er á fimmtudag gegn Valsmönnum en leikurinn fer fram í Egilshöll kl. 19:00.

 

Víðistmenn léku sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum um helgina og töpuðu stórt, 6-2, gegn Selfyssingum í Reykjaneshöllinni. Næsti leikur Víðismanna er gegn Njarðvíkingum þann 24. mars kl. 15:00 í Reykjaneshöllinni.

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024