Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 10. ágúst 2000 kl. 09:42

Ánægður! - segir Friðrik Ingi Rúnarsson eftir NM í körfu

Ertu ánægður með frammistöðu íslensku liðanna í mótinu? Ég er mjög ánægður með gengi íslensku liðanna á nýliðnu norðurlandamóti. Íslenska A-liðið var að ná sínum besta árangri frá upphafi sé tekið mið af lokaniðurröðun og innbyrðisviðureignum gegn Svíum og Finnum. Það var líka mjög ánægjulegt að sjá hversu leikmenn voru tilbúnir að leggja sig fram og það er til eftirbreytni. " Elítuliðið " kom sá og sigraði, ég held að óhætt sé að segja það. Það voru ýmsar raddir í upphafi sem þótti þetta pínulítið vafasamt að láta þessa stráka spila sem gestalið en það átti eftir að breytast í mönnum hljóðið. Sigurður Ingimundarson á heiðir skilinn að koma inn í þetta verkefni með miklum áhuga og árangurinn lét ekki á sér standa. Nú ert þú hugmyndasmiður að elítuliðinu. Má búast við framhaldi á því? Ég held að það séu allir sammla því að þetta " Elítu " verkefni er eitthvað sem er komið til að vera. Ef við viljum halda utan um leikmenn okkar þá er þetta leiðin, þ.e. að taka þá árganga sem eru komnir uppúr því að spila með yngri landsliðum og halda þeim við efnið. Ef við tökum sem dæmi stráka eins og Jonna og Magga þá luku þeir landsliðsferli sínum í yngri liðum sumarið ´99. En með þessu verkefni fá þeir hörkuleiki og reynslu sem hugsanlega brúar það bil sem myndast á milli yngri landsliða og A-landsliðsins. Ég er mjög ánægður með þetta sumar og þakka Sigga Ingimundar og Hauki Skúlasyni styrktarþjálfara mikið fyrir þeirra framlag sem var mikið. Þetta er svo eitthvað sem þarf að taka upp hjá kvenfólkinu einnig. Suðurnesjamenn voru áberandi í báðum íslensku liðunum. Hvað viltu segja um þá? Það voru fjölmargir Suðurnesjamenn eins og fyrri daginn sem skipuðu þessi lið og stóðu þeir sig vel. Ef við byrjum á A-landsliðinu þá voru nokkrir leikmenn úr Njarðvík og Keflavík, þ.e. leimenn sem spiluðu þar í fyrra eða eru að fara spila þar næsta tímabil. Fannar og Friðrik sönnuðu enn og aftur hversu gríðarlega sterkir þeir eru og vinnusamir. Þeir eiga alveg erindi í þessa stóru trukka hjá hinum liðunum. Einnig hafa þeir tekið miklum framförum í sóknarleik sínum. Þessir piltar eiga eftir að leika lykilhlutverk í íslensku landsliði í framtíðinni. Ég óska þeim alls hins besta á nýjum vettvangi og þeir komi enn betri til baka. Falur náðu sér ekki á strik og höfum við oft séð hann betri, hann átti þó spretti sem hjálpuðu til og svo er hann reynslumikill og sterkur karakter sem smitar til annarra leikmanna. Við eigum eftir að sjá Fal miklu betri í vetur. Gunnar Einarsson var einn af þeim leikmönnum sem margir voru hissa að kæmist í hópinn. Það er skemmst frá því að segja að hann tróð því í kok efasemdarmanna með snilldarframlagi. Hann kom inn gegn Norðmönnum og átti mjög stóran þátt í því að snúa þeim leik við með varnarleik og frábærri hittni en drengurinn er nokkuð skotviss. Gunnar á mikið hrós skilið. Logi Gunnarsson var einn af þessum ungu og nýju leikmönnum sem voru að leika sína fyrstu landsleiki. Það var ekki að sjá að þarna færi nýliði slíkur var kjarkurinn. Logi kom af bekknum og átti oft góðar rispur sem komu okkar mönnum á sporið og margar sirkuskörfur skoraði hann sem yljuðu áhorfendum um hjartarætur. Það er ljóst að þar fer framtíðarmaður ef allt verður eðlilegt. Í " Elítu " liði okkar átti Keflavík tvo, Grindavík einn og Njarðvík einn leikmann. Það bar mest á þeim félögum Jóni Hafsteinssyni og Magnúsi Gunnarssyni frá Keflavík. Þessir leikmenn áttu hreint frábært mót og létu undirritaðan vita hressilega af sér. Jón spilaði margar stöður í mótinu enda sérlega fjölhæfur leikmaður. hann er ekki mjög sterklegur að sjá á velli og getur bætt það en í augnablikinu bætir hann það upp með gríðarlegum vilja og dugnaði. Hann þurfti oft að passa leikmenn sem voru honum hávaxnari og tókst honum nokkuð vel upp og varði hann m.a. flest skot allra á mótinu, geri aðrir betur. Jón minnti vel á sig á mótinu og ef hann verður duglegur þá er þess ekki langt að bíða að hann komi inn í A-liðið. Magnús spilaði sérlega vel líka og átti mjög góðan leik gegn A-liðinu þar sem hann skoraði 22 stig og mörg þeirra þegar skipti máli í lokin. Magnús þurfti oft að leika leikstjórnendastöðuna og leysti hann það vel af hendi enda fáir sem lesa leikinn jafnvel og pilturinn sá. Þeir eru ekki margir sem hafa þennan leikskilning eins og Magnús og minnir hann mig stundum á Larry nokkurn Bird í þeim málum. Ég nota stór orð en veit að hann er skynsamur ig vinnur úr þeim. Magnús minnti vel á sig í mótinu og eftir honum verður tekið í vetur. Sigurður Einarsson frá Njarðvík spilaði ekki mikið en þar fer mikill íþróttamaður og duglegur strákur sem gæti náð langt. Það sama má segja um Grindvíkinginn Guðmund Ásgeirsson, hann spilaði ekki mikið en er efnilegur leikmaður sem getur með dugnaði náð langt. Nú fer körfuboltinn að fara í gang og þú ekki að þjálfa deildarlið. Verður það ekki viðbrigði? Ég á örugglega eftir að sakna þess þegar mótið hefst, en ég hef meira og minna þjálfað í efstu deild s.l. 10 ár. Ég kem þó til með að nýta þann tíma vel sem ég er fyrir utan félagsþjálfun. Það bíða mörg spennandi verkefni hjá sambandinu og svo verð ég á öllum leikjum sem ég kemst yfir. Ertu bjartsýnn á framtíð körfunnar og stöðu hennar í dag? 5) Ég er bjartsýnn á framtíðina og tel okkar hafa ýmislegt til að vinna markvisst með. Staða okkar í dag er í ágæt og ég tel að við getum bætt hana enn betur. Við sáum í Norðurlandamótinu þá leikmenn sem eru að koma upp og þeir sýndu að þar fara engir aukvisar. Þetta er í höndum okkar sem stöndum að þessum leikmönnum/félagsliðum og nú er lag að takast á við framtíðana. Við þurfum að gera það upp við okkur hversu langt við stefnum með íslenskan körfubolta og hvað við erum tilbúin að gera til að ná því takmarki. Ég lofa skemmtilegu móti þar sem ég tel Keflavík og KR verða með sterkustu liðin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024