AMÍ: Yfirburðasigur ÍRB
Lokahóf Aldursflokkmóts Íslands í sundi fór fram í kvöld í Stapa í Reykjanesbæ og er óhætt að segja að stemmningin hafi verið gífurleg.
ÍRB gjörsigraði mótið og eru AMÍ meistarar síðustu þriggja ára. Glæsilegur árangur hjá ÍRB sem seint verður leikinn eftir.
Félagsmenn ÍRB léku á als oddi í Stapa enda fátt betra en að verða meistari á heimavelli.
Lokastigastaða
1. ÍRB 1562 stig.
2. Ægi 1185 stig.
3. Sundfélag Akranes 1020 stig.
4. SH 719 stig
5. Sundfélagið Óðinn 658 stig.
Nánar verður greint frá mótinu og lokahófinu á morgun, mánudag.
VF-mynd/ [email protected] – Fyrirliðar ÍRB með verðlaunagripinn