Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

AMÍ um næstu helgi í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 10. júní 2014 kl. 09:13

AMÍ um næstu helgi í Reykjanesbæ

Nóg um að vera hjá ÍRB

Það er mikið að gera þessa dagana hjá sunddeildum UMFN og Keflavíkur (sundráði ÍRB). Undirbúningur fyrir Aldursflokkameistaramót Íslands stendur sem hæst en mótið er að þessu sinni haldið í Reykjanesbæ og fer fram um næstu helgi. ÍRB sendir 48 sundmenn á mótið, það er 11 fleiri en í fyrra þegar mótinu var breytt í mót fyrir 15 ára og yngri. Liðið hefur verið að gera góða hluti í vetur og verður spennandi að fylgjast með því á mótinu. Strax eftir AMÍ hefjast hin vinsælu sumarsundnámskeið ÍRB. Sumarsundið er bæði í Heiðarskóla og Akurskóla og verða tvö námskeið í boði í hvorum skóla í sumar og eru námskeiðin fyrir börn 2 ára og eldri.

Fyrra námskeiðið byrjar 16.júní og því lýkur 27.júní.
Það seinna byrjar 30.júní og því lýkur 10.júlí. Hægt er að velja tíma kl. 9, 10 eða 11.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skráning fer fram í gegnum umfn.is/sund og keflavik.is/sund (skrá iðkanda) og er nánari upplýsingar að finna á heimasíðum sunddeildanna.