AMÍ: ÍRB þrefaldir meistarar
 Aldursflokkamót Íslands í sundi fór fram í Reykjanesbæ í síðustu viku þar sem sundsveit ÍRB varð AMÍ meistari í þriðja sinn á jafn mörgum árum. Alls voru um 300 krakkar alls staðar af landinu sem tóku þátt í mótinu en keppnin er fyrir 17 ára og yngri. Lokahóf mótsins fór svo fram í Stapa á sunnudagskvöld í mikilli stemmningu og leiddist ÍRB-liðum ekki að fagna titlinum á heimavelli.
Aldursflokkamót Íslands í sundi fór fram í Reykjanesbæ í síðustu viku þar sem sundsveit ÍRB varð AMÍ meistari í þriðja sinn á jafn mörgum árum. Alls voru um 300 krakkar alls staðar af landinu sem tóku þátt í mótinu en keppnin er fyrir 17 ára og yngri. Lokahóf mótsins fór svo fram í Stapa á sunnudagskvöld í mikilli stemmningu og leiddist ÍRB-liðum ekki að fagna titlinum á heimavelli.
ÍRB vann yfirburðasigur í mótinu en 377 stig skildu að ÍRB og Ægi sem hafnaði í 2. sæti mótsins. ÍRB lauk keppni með 1562 stig en Ægir hlaut 1185 stig. Í þriðja sæti var Sundfélag Akraness og SH í fjórða sæti.
Guðni Emilsson og Soffía Klemenzdóttir voru stigahæst í sínum aldursflokkum og fengu sérstök verðlaun fyrir það. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Elfa Ingvadóttir og Soffía Klemenzdóttir voru valin í unglingalandslið Íslands sem keppir á Norðurlandameistaramóti ungmenna sem haldið verður í Svíþjóð helgina 8. - 9. júlí næstkomandi. 
Eftirfarandi sundmenn voru valdir í yngstu æfingahópa SSÍ sem taka þátt í 3 verkefnum á næsta sundári: Lilja Ingimarsdóttir, Salóme Rós Guðmundsdóttir, Svandís þóra Sæmundsdóttir, María Halldórsdóttir, Soffía Klemenzdóttir, Rúnar Ingi Eðvarðsson, Hermann Bjarki Níelsson og Ingi Rúnar Árnason. 
Framkvæmd mótsins heppnaðist vel í alla staði og var sunddeildum UMFN og Keflavíkur til mikils sóma. 
Níu félagamet litu dagsins ljós á AMÍ hjá sundfólki ÍRB. Soffía Klemenzdóttir setti fimm ný Keflavíkurmet í 100m flugsundi í telpna- og stúlknaflokki og 200m fjórsundi, 400 fjórsundi, 100 skriðsundi og 100m flugsundi í telpnaflokki. Gunnar Örn Arnarson setti síðan fjögur ný Njarðvíkurmet í 200m fjórsundi, 200 flugsundi, 200m bringusundi og 400 fjórsundi í flokki drengja. Stúlknasveit Ægis (15-17ára) lauk mótinu með hvelli, synti 4x100m skriðsund á 3:59,26mín. og bættu eigið met frá AMÍ 2005 um hvorki meira né minna en 3,78sek. Sveitina skipuðu þær Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, Snæfríður Jóhannsdóttir og Auður Sif Jónsdóttir.
Stúlknasveit Ægis (15-17ára) lauk mótinu með hvelli, synti 4x100m skriðsund á 3:59,26mín. og bættu eigið met frá AMÍ 2005 um hvorki meira né minna en 3,78sek. Sveitina skipuðu þær Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, Snæfríður Jóhannsdóttir og Auður Sif Jónsdóttir.
Sveit ÍRB í telpnaflokki 13-14ára synti 4x100m skriðsund á 4:12,78mín og bætti þar með met Skagastúlkna frá 2004 um 1,79sek. Sveitina skipuðu Elfa Ingvadóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir, Svandís Þóra Sæmundsdóttir og Soffía Klemenzdóttir.
Hrafn Traustason ÍA setti nýtt unglingamet í 200m fjórsundi drengja 13-14ára. Hrafn synti á 2:18,53mín. og bætti met Gunnars Steinþórssonar UMFA frá því á AMÍ 1998.
Stúlknasveit (15-17ára) Ægis  setti unglingamet í 4x100m fjórsundi á tímanum 4:30,21mín. og bættu eigið met frá 2005 um 4/10 úr sekúndu. Sveitina skipuðu Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Auður Sif Jónsdóttir og Snæfríður Jóhannsdóttir.
Telpnasveit KR, 13-14ára setti meyjamet í 4x50m skriðsundi og synti á 1:56,27mín. og bætti met Skagatelpna frá 2004. Sveitina skipuðu Hrefna Leifsdóttir,  Arna Ægisdóttir, Helga Valgerður Gunnarsdóttir og Sif Pétursdóttir.
Meti Arnar Arnarsonar ógnað
Hrafn Traustason ÍA synti 400m fjórsund á 4:54,84mín og  var aðeins 4/100 úr sekúndu frá drengjameti (13-14 ára) Arnar Arnarsonar frá 1995 
Einnig var höggvið nærri tveimur unglingametum að auki:
Í drengjaflokki (13-14 ára) synti Hrafn Traustason ÍA  á 2:28.13 mín í 200m bringusundi og var aðeins 0,07sek. frá meti Guðna Emilssonar frá 2003.
Í stúlknaflokki (15-17ára) synti boðsundssveit Ægis á 1:51,85mín. og voru aðeins 9/100 úr sekúndu frá meti ÍRB frá 2004.
VF-myndir/ [email protected] 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				