Almar og Halldór skrifa undir 2ja ára samning
Almar Stefán Guðbrandsson og Halldór Halldórsson hafa skrifað undir tveggja ára samning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur.
Almar, sem er 19 ára, spilaði með meistaraflokki Keflavíkur á síðasta tímabili og þótti standa sig vel. Halldór, sem er 25 ára, spilaði með meistaraflokki Keflvíkur hér á árum áður en fór spila með Breiðablik leiktímabilið 2007-2008, þaðan sem hann snýr nú til baka.
Enn er unnið í þjálfaramálum meistaraflokks karla, en margir bíða eflaust spenntir eftir að heyra hver verði taki við af Sigurði Ingimundarsyni sem ákvað að stýra sænska liðinu Solna á næsta leiktímabili.
Mynd/keflavik.is