Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Allur ágóði af leik Keflavíkur og Tindastóls rennur í Minningasjóð Ölla
„Börn í Keflavík hafa notið góðs af styrkjum úr Minningarsjóð Ölla og fyrir það erum við afar þakklát og viljum þakka fyrir!“ segir stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 21. maí 2021 kl. 22:17

Allur ágóði af leik Keflavíkur og Tindastóls rennur í Minningasjóð Ölla

Þriðji leikur Keflavíkur og Tindastóls fer fram í Blue-höllinni á morgun og hefst klukkan 17:99, með sigri tryggja Keflvíkingar sér sæti í undanúrslit úrslitakeppni Domino's-deildar karla.

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur gaf út tilkynningu í dag þess efnis að allur ágóði af leiknum muni renna í Minningarsjóð Ölla.

Í tilkynningunni segir m.a.: „Örlygur Aron Sturluson hefði orðið 40 ára í dag en Minningarsjóður Ölla var stofnaður til minningar um körfuknattleiksmanninn Örlyg Aron Sturluson sem var eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Minningarsjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónamanna. Börn í Keflavík hafa notið góðs af styrkjum úr Minningarsjóð Ölla og fyrir það erum við afar þakklát og viljum þakka fyrir!“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allir stuðningsmenn ereu hvattir til að fjölmenna í Blue-höllina og hita upp fyrir Eurovision. Hægt er að nálgast miða í Keflavíkurbúðinni, keflavikurbudin.is/