Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Allt undir í nágrannaslagnum í kvöld
Mánudagur 28. nóvember 2011 kl. 11:51

Allt undir í nágrannaslagnum í kvöld

Í kvöld ræðst hvort Keflvíkingar eða Njarðvíkingar spili til undanúrslita Lengjubikars karla í körfubolta þegar liðin mætast í Toyota-höllinni, en um hreinan úrslitaleik er að ræða. Njarðvíkingar eru með 10 stig í riðlinum og hafa sigrað alla leiki sína til þessa en Keflvíkingar eru með 8 stig en þeir máttu sætta sig við tap í fyrri viðureign liðanna í Ljónagryfjunni.

Sigurvegari leiksins mætir Snæfellingum á föstudagskvöldið í DHL höllinni en í hinni undanúrslitaviðureigninni mæta Grindavíkingar annað hvort Þór Þorlákshöfn eða KR.

Njarðvíkingar unnu fyrri viðureign liðanna með 13 stiga mun og því þurfa Keflvíkingar að sigra með a.m.k 14 stigum til þess að komast áfram, eða þá að sigra með 13 stiga mun og halda Njarðvikingum undir 77 stigum. Mikil stemning myndaðist í fyrri leiknum og ljóst að það verður boðið upp á nágrannaslag af bestu gerð í Keflavík í kvöld og eru því körfuboltaunnendur hvattir til þess að mæta, enda sjaldan sem þessir leikir hafa valdið vonbrigðum.

Leikurinn hefst klukkan 19:15

Mynd: Vinirnir Elvar Friðriksson og Valur Orri Valsson munu takast á í kvöld en síðast hafði Elvar betur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024