Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Allt undir í Keflavík í kvöld
Þriðjudagur 22. mars 2016 kl. 09:50

Allt undir í Keflavík í kvöld

Hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum: Keflavík-Grindavík

Það er skammt stórra högga á milli í körfuboltanum þessi dægrin. Nú í kvöld ræðst hvort það verði Keflvíkingar eða Grindvíkingar sem fara í úrslitakeppni kvenna í körfuboltanum, en liðin mætast í Sláturhúsinu í kvöld í hreinum úrslitaleik. Eins og staðan er núna eru Grindvíkingar í fjórða sæti, tveimur stigum fyrir ofan Keflavík. Liðið sem sigrar í kvöld fer í fjögurra liða úrslit og mætir líklega Haukum.

Keflvíkingar sigruðu fyrsta leik liðanna í vetur 72:64. Næst þegar liðin mættust sigruðu Keflvíkingar einnig, nú 76:80. Grindvíkingar svöruðu fyrir sig í næsta leik og unnu 75:66 en nú er komið að fjórðu og síðustu viðureign liðanna í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem borga sig inn á leikinn í kvöld munu þá fá frítt á leik karlaliðsins gegn Tindastól á morgun miðvikudag.