Allt undir hjá Grindvíkingum í dag
Fyrir leik Grindavíkur og Fram sem fram fer á Grindavíkurvelli í dag verður upphitun fyrir yngri kynslóðina. Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik þar sem liðin berjast um sæti sitt í Pepsi-deild karla. Grindvíkingar geta með sigri nánast tryggt sæti sitt í deildinni en sigri Fram þá komast þeir úr fallsætinu og senda Grindvíkinga fyrir neðan sig.
Boltaþrautir fyrir alla krakka verða klukkan 15 og þá verða grillaðir hamborgarar á góðu verði fyrir alla fjölskylduna.
Þá verður Stinningskaldi með upphitun við Framsóknarhúsið. Grindavíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á Grindavíkurvöll og muna að taka með sér leikskrána sem kom út um helgina því hún gildir sem aðgöngumiði á leikinn fyrir alla fjölskylduna.
Leikurinn hefst klukkan 16:00.