Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Allt hreint mótið hófst í gær
Föstudagur 8. september 2006 kl. 11:25

Allt hreint mótið hófst í gær

Allt hreint mótið í körfubolta hófst í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi þar sem Njarðvíkingurinn Friðrik Ragnarsson mætti með nýju lærisveinana sína frá Grindavík og atti þeim gegn heimamönnum.

Njarðvíkingar höfðu sigur í spennunleik 88-86 þar sem Jeb Ivey gerði 41 stig í leiknum. Hjá Grindavík var bandaríkjamaðurinn Steven Thomas með 22 stig.

Í hinum leik gærkvöldsins mættust KR og ÍR og höfðu ÍR-ingar þar betur 70-46. Mótið heldur svo áfram á sunnudags- og mánudagskvöld.

 

VF-mynd/ Jeb Ivey gerði 41 stig í gær

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024