Allt á uppleið hjá Grindavík
Grindvíkingar eru greinilega komnir á beinu brautina í Pepsideild karla en í kvöld lögðu þeir topplið ÍBV að velli á Hásteinsvöllum í Eyjum. Eina mark leiksins skoraði Hafþór Ægir Vilhjálmsson fyrir Grindavík á 27. mínútu. Grindvíkingar mættu einbeittir til leiks og baráttuglaðir.
Síðan Ólafur Örn Bjarnason tók við þjálfum liðsins hefur leiðin legið upp á við og hefur liðið sýnt í undanförnum leikjum að það geta unnið hvaða lið sem er í deildinni.
---
Mynd - Frá fyrri leik Grindavíkur og ÍBV í sumar.