Allri keppni frestað
Körfuknattleikssamband Íslands, Knattspyrnusambandið og Taekwondosambandið hafa öll aflýst allri keppni þar til mál skýrast frekar með sóttvarnaraðgerðir yfirvalda.
Íslandsmótið í taekwondo átti að fara fram um næstu helgi en því hefur verið aflýst.
Það á einnig við um leiki sem áttu að fara fram í dag þótt hertar sóttvarnarreglur taki ekki gildi fyrr en á miðnætti.