Allir iðkendur Þróttar fengu rausnarlega gjöf
Forsvarsmenn Stofnfisks komu færandi hendi á aðventunni og færðu öllum iðkendum Þróttar í Vogum jakka merktum félaginu að gjöf. Með því vildu þeir minna á mikilvægi þess að standa saman á tímum sem þessum, efla félagsandann og hlúa að iðkendum sem hafa misst úr æfingar vegna Covid-19.
„Stofnfiskur er mikilvægur styrktaraðili félagsins og hafa komið að fjölmörgum verkefnum sem stuðla að frekari uppbyggingu félagsins síðustu árin. Fyrir það erum við gríðarlega þakklát,“ segir í tilkynningu frá Þrótti.