Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Allir iðkendur Þróttar fengu rausnarlega gjöf
Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður UMFÞ, Davíð Harðarson, framleiðslustjóri hjá Stofnfiski, Reynir Emilsson, stjórnarliði hjá UMFÞ, og Róbert Rúnarsson, sölustjóri hjá Stofnfiski ásamt ungum iðkendum iðkendum sem eru orðin vel merkt félaginu.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 22. janúar 2021 kl. 14:35

Allir iðkendur Þróttar fengu rausnarlega gjöf

Forsvarsmenn Stofnfisks komu færandi hendi á aðventunni og færðu öllum iðkendum Þróttar í Vogum jakka merktum félaginu að gjöf. Með því vildu þeir minna á mikilvægi þess að standa saman á tímum sem þessum, efla félagsandann og hlúa að iðkendum sem hafa misst úr æfingar vegna Covid-19.

„Stofnfiskur er mikilvægur styrktaraðili félagsins og hafa komið að fjölmörgum verkefnum sem stuðla að frekari uppbyggingu félagsins síðustu árin. Fyrir það erum við gríðarlega þakklát,“ segir í tilkynningu frá Þrótti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024