Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Allir á blað í öruggum sigri UMFN
Föstudagur 6. desember 2013 kl. 21:15

Allir á blað í öruggum sigri UMFN

Njarðvíkingar unnu ÍR örugglega á heimavelli sínum, 101-70 í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Allir leikmenn Njarðvíkinga náðu að skora stig í leiknum en eftir fyrsta leikhluta var sigurinn aldrei í hættu. Með sigrinum eru Njarðvikingar með 12 stig líkt og Grinvíkingar og eru liðin í 3.-4. sæti deildarinnar.

Í kvöld var Elvar Friðriksson stigahæstur einu sinni sem oftar en hann skoraði 25 stig. Logi Gunnarsson var svo með 24 en tölfræði má sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík-ÍR 101-70 (22-23, 34-21, 23-14, 22-12)

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 25/8 fráköst, Logi Gunnarsson 24/4 fráköst, Ágúst Orrason 10, Ólafur Helgi Jónsson 9, Nigel Moore 6/8 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 5, Friðrik E. Stefánsson 5/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Óli Ragnar Alexandersson 3, Egill Jónasson 3, Magnús Már Traustason 2.

ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 18/4 fráköst/7 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 15/6 fráköst, Calvin Lennox Henry 12/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 10, Hjalti Friðriksson 8/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 3, Friðrik Hjálmarsson 2, Þorgrímur Kári Emilsson 2, Birgir Þór Sverrisson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Daníel Freyr Friðriksson 0.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Georg Andersen