Allir á blað í öruggum sigri UMFN
Njarðvíkingar unnu ÍR örugglega á heimavelli sínum, 101-70 í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Allir leikmenn Njarðvíkinga náðu að skora stig í leiknum en eftir fyrsta leikhluta var sigurinn aldrei í hættu. Með sigrinum eru Njarðvikingar með 12 stig líkt og Grinvíkingar og eru liðin í 3.-4. sæti deildarinnar.
Í kvöld var Elvar Friðriksson stigahæstur einu sinni sem oftar en hann skoraði 25 stig. Logi Gunnarsson var svo með 24 en tölfræði má sjá hér að neðan.
Njarðvík-ÍR 101-70 (22-23, 34-21, 23-14, 22-12)
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 25/8 fráköst, Logi Gunnarsson 24/4 fráköst, Ágúst Orrason 10, Ólafur Helgi Jónsson 9, Nigel Moore 6/8 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 5, Friðrik E. Stefánsson 5/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Óli Ragnar Alexandersson 3, Egill Jónasson 3, Magnús Már Traustason 2.
ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 18/4 fráköst/7 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 15/6 fráköst, Calvin Lennox Henry 12/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 10, Hjalti Friðriksson 8/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 3, Friðrik Hjálmarsson 2, Þorgrímur Kári Emilsson 2, Birgir Þór Sverrisson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Daníel Freyr Friðriksson 0.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Georg Andersen