Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Allar deildir Keflavíkur orðnar fyrirmyndarfélög
Föstudagur 17. september 2004 kl. 12:21

Allar deildir Keflavíkur orðnar fyrirmyndarfélög

Tae-kwon-do deild Keflavikur var í gær sæmd titlinum fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Sigríður Jónsdóttir, varaformaður ÍSÍ, afhenti Sigursteini Snorrasyni, formanni deildarinnar, viðurkenninguna að viðstöddum iðkendum deildarinnar, stjórnarmönnum félagsins, íþróttafulltrúa og bæjarstjóra Reykjanesbæjar.

Þar með eru allar deildir Keflavíkur komin með þessa gæðaviðurkenningu og hefur ekkert fjölgreinafélag náð því marki.

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar sem tekur fyrir þá þætti sem gott félag þarf af hafa til hliðsjónar til að geta starfað sem best að barna- og unglingaíþróttum.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri, flutti stutta ræðu við tilefnið þar sem hann lýsti yfir stolti með árangurinn, en hann beindi einnig þeirri ósk til ÍSÍ að verkefnið Fyrirmyndafélag yrði hýst í væntanlegri Íþróttaakademíu sem ráðgert er að reisa í Reykjanesbæ.

VF-mynd/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024