Algjört skipbrot á heimavelli
Keflvíkingar töpuðu 2-5 gegn ÍBV á eigin heimavelli í kvöld.
Frammistaðan var eins sú slakasta sem sést hefur til liðsins í sumar og minnti óþægilega á spilamennskuna hjá Keflvíkingum um miðbik tímabilsins þar sem ekkert gekk upp.
Leikurinn hófst klukkan 18 í blíðskaparveðri og voru allar aðstæður til knattspyrnuiðkunar til fyrirmyndar. Keflvíkingar komu inn í leikinn vongóðir um að halda áfram því góða spili og takti sem var kominn í liðið og voru vissulega sterkari aðilinn í leiknum til að byrja með.
Scott Ramsey átti fyrsta alvöru færi leiksins á 6. mín þegar hann átti ágætis skot úr aukaspyrnu rétt utan teigs Eyjamanna en boltinn fór rétt framhjá stönginni.
Skömmu síðar skaust Ian Jeffs inn fyrir vörn Keflvíkinga, náði stungusendingu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar og afgreiddi knöttinn örugglega framhjá Magnúsi Þormar í markinu. Staðan 0-1 eftir 9 mínútna leik.
Jeffs var síógnandi í leiknum og átti eftir að koma meira við sögu áður en yfir lauk.
Á 17. mín komust Keflvíkingar í ákjósanlegt færi þegar Hörður Sveinsson átti firnafastan skalla eftir hornspyrnu Scott Ramsey, en Birkir Kristinsson, hinn fertugi markvörður Eyjamanna, var vandanum vaxinn og varði vel.
Á 29. mín fengu Keflvíkingar enn tækifæri til að jafna þegar Þórarinn Kristjánsson átti góðan skalla eftir fyrirgjöf Ramseys en Birkir varði vel.
Heimamenn virtust vera að herða pressuna en með einni vel útfærðri sókn gerðu Eyjamenn hér um bil út um leikinn. Andri Ólafsson, miðjumaður ÍBV, sendi háan bolta inn í teiginn á 30 mín og þar var Gunnar Heiðar mættur inni í teignum og skallaði á nærstöngina og Magnús kom engum vörnum við.
Þannig var staðan í hálfleik og var forysta gestanna fyllilega verðskulduð. Keflvíkingar höfðu að vísu átt færi sem þeir hefðu vel getað nýtt en allt kom fyrir ekki.
Heimamenn tóku sig saman í andlitinu í leikhléi og mættu ákveðnir til leiks eftir að Kristinn Jakobsson, dómari hafði flautað leikinn af stað á ný.
Jónas Guðni Sævarsson átti fyrsta færi hálfleiksins, en Birkir varði enn og einu sinni. Hann kom þó engum vörnum við þegar Hörður Sveinsson skaut að marki á 53. mín. Hörður fékk knöttinn í fæturna á vítateigslínunni þegar varnarmenn ÍBV skölluðu fyrirgjöf frá markinu. Hann lét vaða viðstöðulaust á markið og hvein boltinn í netmöskvunum.
Staðan var því orðin 1-2 og leikurinn galopnaðist við markið. Stuðningsmenn Keflavíkur tóku loks við sér eftir að hafa setið hljóðir allan fyrri hálfleikinn og vonuðust eftir að sínir menn létu kné fylgja kviði.
Náðarhöggið kom hins vegar á 63. mín þegar Einar Þór Daníelsson læddi boltanum framhjá Magnúsi markverði úr þröngu færi. Staðan 1-3 og björninn hér um bil unninn.
Enn syrti í álinn tíu mínútum síðar þegar Jeffs var enn á ferðinni og jók forystuna í 1-4 með marki innan úr teignum eftir laglegt samspil við Einar Þór. Sóknarmenn ÍBV höfðu fengið allt of mikið svigrúm í teignum og refsuðu Keflvíkingum fyrir það.
Á lokakafla leiksins réðu gestirnir lögum og lofum á velinum og ljóst í hvað stefndi. Guðmundur Steinarsson, sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik, náði að rétta hlut heimamanna á 88. mín með glæsilegu marki beint úr hornspyrnu og minnkaði muninn í 4-2.
Það voru hins vegar gestirnir sem áttu síðasta orðið þegar Bjarnólfur Lárusson skoraði beint úr aukaspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. Niðurlægingin var algjör og verða Keflvíkingar að kryfja þennan leik til mergjar ætli þeir að enda tímabilið í efri helmingi deildarinnar.
„Þetta var skelfilegt frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Haraldur Guðmundsson, varnarmaður Keflavíkur í leikslok. „Við vorum alveg eins og guttar þarna inná. Ég veit ekki hvað er í gangi hjá okkur en þetta vekur okkur vonandi upp svo við komum grimmari í næsta leik.“
Milan Stefán Jankovic, þjálfari, tók í sama streng. „Okkur vantar smá karakter, en við vorum samt að komast í okkar færi en við nýtum þau ekki. Við verðum að breyta einhverju fyrir næsta leik.“
Næsti leikur er gegn ÍA á Skipaskaga eftir slétta viku.
VF-myndir/Héðinn Eiríksson
Frammistaðan var eins sú slakasta sem sést hefur til liðsins í sumar og minnti óþægilega á spilamennskuna hjá Keflvíkingum um miðbik tímabilsins þar sem ekkert gekk upp.
Leikurinn hófst klukkan 18 í blíðskaparveðri og voru allar aðstæður til knattspyrnuiðkunar til fyrirmyndar. Keflvíkingar komu inn í leikinn vongóðir um að halda áfram því góða spili og takti sem var kominn í liðið og voru vissulega sterkari aðilinn í leiknum til að byrja með.
Scott Ramsey átti fyrsta alvöru færi leiksins á 6. mín þegar hann átti ágætis skot úr aukaspyrnu rétt utan teigs Eyjamanna en boltinn fór rétt framhjá stönginni.
Skömmu síðar skaust Ian Jeffs inn fyrir vörn Keflvíkinga, náði stungusendingu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar og afgreiddi knöttinn örugglega framhjá Magnúsi Þormar í markinu. Staðan 0-1 eftir 9 mínútna leik.
Jeffs var síógnandi í leiknum og átti eftir að koma meira við sögu áður en yfir lauk.
Á 17. mín komust Keflvíkingar í ákjósanlegt færi þegar Hörður Sveinsson átti firnafastan skalla eftir hornspyrnu Scott Ramsey, en Birkir Kristinsson, hinn fertugi markvörður Eyjamanna, var vandanum vaxinn og varði vel.
Á 29. mín fengu Keflvíkingar enn tækifæri til að jafna þegar Þórarinn Kristjánsson átti góðan skalla eftir fyrirgjöf Ramseys en Birkir varði vel.
Heimamenn virtust vera að herða pressuna en með einni vel útfærðri sókn gerðu Eyjamenn hér um bil út um leikinn. Andri Ólafsson, miðjumaður ÍBV, sendi háan bolta inn í teiginn á 30 mín og þar var Gunnar Heiðar mættur inni í teignum og skallaði á nærstöngina og Magnús kom engum vörnum við.
Þannig var staðan í hálfleik og var forysta gestanna fyllilega verðskulduð. Keflvíkingar höfðu að vísu átt færi sem þeir hefðu vel getað nýtt en allt kom fyrir ekki.
Heimamenn tóku sig saman í andlitinu í leikhléi og mættu ákveðnir til leiks eftir að Kristinn Jakobsson, dómari hafði flautað leikinn af stað á ný.
Jónas Guðni Sævarsson átti fyrsta færi hálfleiksins, en Birkir varði enn og einu sinni. Hann kom þó engum vörnum við þegar Hörður Sveinsson skaut að marki á 53. mín. Hörður fékk knöttinn í fæturna á vítateigslínunni þegar varnarmenn ÍBV skölluðu fyrirgjöf frá markinu. Hann lét vaða viðstöðulaust á markið og hvein boltinn í netmöskvunum.
Staðan var því orðin 1-2 og leikurinn galopnaðist við markið. Stuðningsmenn Keflavíkur tóku loks við sér eftir að hafa setið hljóðir allan fyrri hálfleikinn og vonuðust eftir að sínir menn létu kné fylgja kviði.
Náðarhöggið kom hins vegar á 63. mín þegar Einar Þór Daníelsson læddi boltanum framhjá Magnúsi markverði úr þröngu færi. Staðan 1-3 og björninn hér um bil unninn.
Enn syrti í álinn tíu mínútum síðar þegar Jeffs var enn á ferðinni og jók forystuna í 1-4 með marki innan úr teignum eftir laglegt samspil við Einar Þór. Sóknarmenn ÍBV höfðu fengið allt of mikið svigrúm í teignum og refsuðu Keflvíkingum fyrir það.
Á lokakafla leiksins réðu gestirnir lögum og lofum á velinum og ljóst í hvað stefndi. Guðmundur Steinarsson, sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik, náði að rétta hlut heimamanna á 88. mín með glæsilegu marki beint úr hornspyrnu og minnkaði muninn í 4-2.
Það voru hins vegar gestirnir sem áttu síðasta orðið þegar Bjarnólfur Lárusson skoraði beint úr aukaspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. Niðurlægingin var algjör og verða Keflvíkingar að kryfja þennan leik til mergjar ætli þeir að enda tímabilið í efri helmingi deildarinnar.
„Þetta var skelfilegt frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Haraldur Guðmundsson, varnarmaður Keflavíkur í leikslok. „Við vorum alveg eins og guttar þarna inná. Ég veit ekki hvað er í gangi hjá okkur en þetta vekur okkur vonandi upp svo við komum grimmari í næsta leik.“
Milan Stefán Jankovic, þjálfari, tók í sama streng. „Okkur vantar smá karakter, en við vorum samt að komast í okkar færi en við nýtum þau ekki. Við verðum að breyta einhverju fyrir næsta leik.“
Næsti leikur er gegn ÍA á Skipaskaga eftir slétta viku.
VF-myndir/Héðinn Eiríksson