Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 26. september 2001 kl. 09:32

Algjört burst hjá slökkviliðinu í Keflavík

Íþróttadagur allra slökkviliða á landinu var haldinn hátíðlegur sl. laugardag í Keflavík. Þar mættust slökkvilið frá Keflavíkurflugvelli, höfuborgarsvæðinu og frá Keflavík og öttu kappi í ýmsum greinum. Keppninni lauk með yfirburðasigri slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja enda eru strákarnir í topp formi eftir að hafa æft grimmt hjá Siggu á Perlunni.
Keppt var í þrautabraut (fitness), upphýfingum og dýfum, reipitogi, hitta bolta í mark, vítakeppni og skallatennis. Atli Gunnarsson BS vann fitnesskeppnina, Herbert Eyjólfsson BS var í 1. sæti í upphýfingum og dýfum, lið BS vann reipitogið en lið höfuðborgarinnar sigraði í hinum greinunum.
„Þetta var bara algjört burst hjá okkur“, sagði Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri BS og var auðheyrilega hæstánægður með árangur sinna manna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024