Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Algjörir yfirburðir hjá Keflavík
Fimmtudagur 3. desember 2009 kl. 08:43

Algjörir yfirburðir hjá Keflavík


Valsstúlkur vilja örugglega gleyma sem fyrst leik sínum gegn Keflavík í gær í Iceland Express deild kvenna í köruknattleik. Yfirburðir Keflavíkurliðsins voru þvílíkir að eiginlega var ekki annað hægt en að vorkenna Valsstúlkum, sem skoruðu aðeins 37 stig í öllum leiknum. Hann fór fram í Toyotahöllinni.
Óhætt er að segja að Keflavík hafi gert út um leikinn á fyrstu mínútunum þegar staðan var orðin 18-2 eftir fimm mínútna leik. Valur skoraði aðeins fimm stig í fyrsta leikhluta gegn 23 stigum Keflavíkur. Í hálfleik var Keflavík með 30 stiga forystu þegar staðan var 47-17.
Lið Vals var jafn dapurt í seinni hálfleik og einungis spurning hversu stór sigur Keflavíkur yrði en mest náði forskot þeirra 46 stigum og allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig.  Lokatölur urðu 83 – 37 fyrir Keflavík.

Mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024