Alfreð til UMFN
Framherjinn Alfreð Jóhannson frá Grindvík hefur gengið til liðs við Njarðvíkinga sem leika í 1. deild á næsta ári. Alfreð er ekkii ókunnugur aðstæðum í Njarðvík en hann lék með liðinu sem lánsmaður hluta af keppnistímabilinu 2004 og lék þá 11 leiki og gerði 4 mörk.
Hópurinn hjá Njarðvík fyrir næsta sumar er því farinn að taka á sig mynd því á síðustu dögum skrifuðu þeir Kristinn Örn Agnarsson, Gestur Gylfason, Árni Þór Ármannsson, Guðni Erlendsson og Aron Már Smárason undir samninga við liðið.
Mynd/umfn.is - Þórður Karlsson, formaður knattspyrnudeildar UMFN, býður Alfreð velkominn.
Hópurinn hjá Njarðvík fyrir næsta sumar er því farinn að taka á sig mynd því á síðustu dögum skrifuðu þeir Kristinn Örn Agnarsson, Gestur Gylfason, Árni Þór Ármannsson, Guðni Erlendsson og Aron Már Smárason undir samninga við liðið.
Mynd/umfn.is - Þórður Karlsson, formaður knattspyrnudeildar UMFN, býður Alfreð velkominn.