Alfreð og Ólafur inn í U 16
Körfuknattleiksmennirnir Alfreð Elíasson, Njarðvík, og Ólafur Ólafsson, Grindavík, hafa verið valdir í U 16 ára lið Íslands í körfuknattleik en liðið leikur í A-deild Evrópukeppninnar sem fram fer á Spáni í Ágúst.
Keflvíkingurinn Guðmundur Auðunn Gunnarsson er einnig í hópnum en Alfreð og Ólafur eru nýliðar.
Hópurinn er þannig skipaður:
Alfreð Elíasson Njarðvík 191 cm (Nýliði)
Arnþór Freyr Guðmundsson Fjölni 185 cm (5 leikir)
Baldur Þór Ragnarsson KR 179 cm (5 leikir)
Guðmundur Auðunn Gunnarsson Keflavík 183 cm (5 leikir)
Hjörtur Halldórsson Breiðablik 191 cm (18 leikir)
Pétur Þór Jakobsson KR 183 cm (5 leikir)
Ólafur Ólafsson Grindavík 192 (Nýliði)
Sigmar Logi Björnsson Breiðablik 183 cm (5 leikir)
Snorri Páll Sigurðsson KR 185 cm Fyrirliði (13 leikir)
Víkingur Sindri Ólafsson KR 187 cm (5 leikir)
Þorgrímur Guðni Björnsson Kormákur 197 cm (5 leikir)
Örn Sigurðarson Haukum 202 cm (10 leikir)
Ingi Þór Steinþórsson, KR, er þjálfari liðsins.