Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Alexander yfirgefur hugsanlega Grindavík
Miðvikudagur 11. janúar 2012 kl. 10:21

Alexander yfirgefur hugsanlega Grindavík



Alexander Magnússon, hægri bakvörður Grindvíkinga í Pepsi-deildinni í knattspyrnu, heldur til Noregs á morgun þar sem hann verður til skoðunar hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sogndal.

„Sogndal vildi fá mig að láni síðastliðið sumar en því var hafnað en nú hefur það óskað eftir því að fá mig út og ég fer á fimmtudaginn. Ég mun spila með liðinu á æfingamóti um helgina og síðan kemur bara í ljós hvert framhaldið verður,“ sagði Alexander í samtali við Morgunblaðið í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alexander sem er 22 ára gamall var einn af máttarstólpum liðsins á síðasta tímabili og ljóst að Grindvíkingar myndu verða fyrir mikilli blóðtöku ef hann léki í Noregi næsta sumar.

Flestir sem fylgjast með knattspyrnunni á Íslandi muna sjálfsagt eftir glæsilegri vítaspyrnu Alexanders frá því í sumar en hana má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.



Mynd/EJS