Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Alexander verður aðstoðar- og styrktarþjálfari Keflavíkur
Alexander Magnússon ásamt Jónasi Guðna Sævarssyni, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Keflavíkur.
Fimmtudagur 23. nóvember 2017 kl. 10:16

Alexander verður aðstoðar- og styrktarþjálfari Keflavíkur

Alexander Magnússon hefur verið ráðinn aðstoðar- og styrktarþjálfari hjá 2. flokki karla til næstu tveggja ára.

Alexander er fyrrum leikmaður meistaraflokks karla og var gríðarlega efnilegur ungur leikmaður, en glímdi við erfið meiðsli sem urðu til þess að hann þurfti að hætta, aðeins 28 ára gamall.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fram kemur á vef Knattspyrnudeildar Keflavíkur að félagið sé gríðarlega ánægt með þetta skref og hlakki til að sjá ungu strákana í 2. flokki taka framförum í vetur og á komandi misserum.