Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Alexander til Grindavíkur
Sunnudagur 18. október 2009 kl. 12:15

Alexander til Grindavíkur

Njarðvíkingurinn Alexander Magnússon hefur skrifað undir þriggja ára samning við Grindavík. Þessi tvítugi bakvörður skoraði 5 mörk í 21 leik fyrir Njarðvík í 2. deildinni í sumar. Alexander er fljótur og öflugur leikmaður sem var undir smásjá nokkurra liða. Alexander er fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Grindavík í haust. Grindavík býður Alexander velkominn um borð í gula kafbátinn, eins og segir í góðu stuðningsmannalagi liðsins!

Á myndinni er Alexander ásamt Luka Kostic, þjálfara Grindavíkur, eftir að Alexander skrifaði undir samning við félagið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024