Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Alexander heim til Njarðvíkur
Þriðjudagur 1. ágúst 2017 kl. 09:26

Alexander heim til Njarðvíkur

Alexander Magnússon mun aftur spila með liði Njarðvíkur, en hann gekk til liðs Keflavíkur sumarið 2015. Alexander er uppalinn í Njarðvík og spilaði þar til 2009, en þá fór hann til Grindavíkur. Undanfarin ár hefur hann lítið spilað vegna meiðsla.

Hann spilaði nokkra leiki með Þrótti Vogum síðasta sumar, en hann hefur ekkert spilað þetta sumarið. Hann mun nú klára tímabilið með Njarðvík í 2. deild karla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík er á topp 2. deildar karla með 30 stig. Liðið stefnir að því að spila í Inkasso-deildinni á næsta ári.