Alexander fór á kostum í góðum sigri Grindvíkinga
- gestirnir lögðu grunninn að sigrinum í fyrsta leikhluta í Ljónagryfjunni
Rodney Alexander fór á kostum í liði Grindvíkinga í 90-77 sigri liðsins gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld í Dominos deild karla. Alexander skoraði alls 44 stig og hann gaf tóninn með 22 stigum í fyrsta leikhluta. Stefan Bonneau var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 37 stig. Það má segja að Grindvíkinga hafi lagt grunnninn að sigrinum í fyrsta leikhluta þar sem liðið skoraði 30 stig gegn 12.
Með sigrinum náði Grindavík að koma sér í áttunda sæti deildarinnar en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Fjögur lið eru með sama stigafjölda og Grindavík og ljóst að spennan verður gríðarleg á lokakafla deildarkeppninnar.
Njarðvík er í fjórða sæti deildarinnar og missti Stjörnuna upp fyrir sig í kvöld en liðin eru með sama stigafjölda.
Njarðvík-Grindavík 77-90 (12-30, 31-23, 15-19, 19-18)
Njarðvík: Stefan Bonneau 37/6 fráköst, Logi Gunnarsson 11, Mirko Stefán Virijevic 8/21 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6, Snorri Hrafnkelsson 6/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Ágúst Orrason 2, Magnús Már Traustason 0, Ólafur Helgi Jónsson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Jón Arnór Sverrisson 0.
Grindavík: Rodney Alexander 44/12 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 9/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 3/7 fráköst/5 stoðsendingar, Daníel Guðni Guðmundsson 1, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hinrik Guðbjartsson 0.s
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Guðmundsson, Björgvin Rúnarsson
Staða:
1 KR 17 16 1 1674 - 1383 32
2 Tindastóll 17 13 4 1622 - 1456 26
3 Stjarnan 17 10 7 1502 - 1465 20
4 Njarðvík 17 10 7 1469 - 1400 20
5 Þór Þ. 16 9 7 1504 - 1515 18
6 Keflavík 17 8 9 1415 - 1465 16
7 Snæfell 17 8 9 1501 - 1515 16
8 Grindavík 17 8 9 1501 - 1528 16
9 Haukar 16 8 8 1407 - 1383 16
10 ÍR 17 4 13 1444 - 1524 8
11 Fjölnir 17 4 13 1416 - 1590 8
12 Skallagrímur 17 3 14 1358 - 1589 6