Alexander Emil Skúlason er upprennandi körfuboltasnillingur í Njarðvík
Nafn: Alexander Emil Skúlason
Aldur: Átta ára
Skóli: Njarðvíkurskóli
Hvað ertu búinn að æfa körfubolta lengi?
Í fjögur ár.
Hvað finnst þér skemmtilegast við körfubolta?
Að skjóta og blokka (verja skot).
Hefurðu eignast marga vini í körfuboltanum?
Já, hef eignast fína vini þar.
Hverjir eru bestu leikmenn Njarðvíkur karla og kvenna?
Dedrick Basile og Vilborg Jóns.
Hver er bestur í heimi?
Jason Tatum í Boston Celtics. Var samt Michael Jordan.