Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Alen Sutej frá Keflavík í lið FH
Föstudagur 28. janúar 2011 kl. 15:15

Alen Sutej frá Keflavík í lið FH

Varnarmaðurinn Alen Sutej er genginn í raðir FH og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Þetta var staðfest á vef stuðningsmanna FH, FH-ingar.net í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alen Sutej er 25 ára gamall slóvenskur varnarmaður sem hefur spilað með Keflavík undanfarin ár.

Hann hefur spilað ýmist sem miðvörður eða vinstri bakvörður hjá Keflavík og er ætlað að leysa hlutverk Hjartar Loga Valgarðssonar hjá FH en hann gekk til liðs við Gautaborg í síðustu viku.

Alen Sutej var fastamaður í liði Keflavíkur undanfarin tvö ár og splaði alla leiki nema einn í deild og bikar. Samtals lék hann því 48 leiki og skoraði í þeim þrjú mörk.

Þessu er greint frá á fotbolti.net.