Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Albert Sævarsson til Njarðvíkur
Þriðjudagur 14. mars 2006 kl. 09:37

Albert Sævarsson til Njarðvíkur

Markvörðurinn Albert Sævarson frá Grindavík er genginn í raðir Njarðvíkinga og mun standa á milli stanganna hjá þeim í sumar þar sem stefnan er klárlega sett á sæti í 1. deild.

Þetta kemur fram á fotbolti.net, en Albert var síðast á mála hjá B68 í Færeyjum en er nú snúinn aftur heim.

Njarðvíkingar hafa styrkt hóp sinn gífurlega undanfarið þar sem menn eins og Gestur Gylfason, Bjarni Sæmundsson og Rafn Markús Vilbergsson hafa komið til liðsins að ógleymdum Eyþóri Guðnasyni sem kemur aftur frá HK þar sem hann lék í fyrra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024