Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 6. janúar 2003 kl. 09:25

Albert Sævarsson til Færeyja?

Svo gæti farið að Albert Sævarsson, markvörður Grindvíkinga í úrvalsdeild, sé á leið til B68 í Tóftum í Færeyjum en liðið varð í 6. sæti í deildarinnar á síðasta tímabili. Albert hefur rætt við forráðamenn liðsins sem sýndu mikinn áhuga á því að fá piltinn til liðs við sig.Í samtali við Morgunblaðið í dag segist Albert þekkja nokkuð til landsins þar sem eiginkona hans sé færeysk en fyrir nokkrum árum stóð til að hann gengi til liðs við þarlent félag en ekkert varð að því. Eins og kunnugt er hafa Grindvíkingar samið við Ólaf Gottskálksson markmann Brentford á Englandi og því munu möguleikar Alberts á sæti í liðinu hafa minnkað töluvert.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024