Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Albert Sævarsson fer aftur til Færeyja
Föstudagur 11. mars 2005 kl. 15:36

Albert Sævarsson fer aftur til Færeyja

Markvörðurinn Albert Sævarsson hefur gengið til liðs við færeyska liðið B68 sem leikur í annari deild þar í landi. Albert sem er 31 árs lék með B68 árið 2003 og er hann því ekki ókunnugur hjá félaginu.

Albert gekk aftur til liðs við sína gömlu félaga í Grindavík fyrir síðasta tímabil og með Grindvíkingum lék hann sextán leiki í efstu deild en þegar að tvær umferðir voru eftir af mótinu hætti hann þar vegna launadeilu við félagið.

Albert var valinn í lið ársins í efstu deild í Færeyjum árið 2003 þegar að hann lék með B68 en Julian Johnsson sem hætti hjá Skagamönnum í haust er nú spilandi þjálfari hjá færeyska liðinu. Þetta kemur fram á www.fotbolti.net.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024