Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 22. desember 1999 kl. 20:12

ALBERT MÆTTUR AFTUR Í SLAGINN

Keflvíkingurinn Albert Óskarsson birtist öllum á óvörum aftur á leikvellinum síðasta mánudag á Sauðárkróki og hafði jákvæð áhrif á leik liðsins. Albert, sem af mörgum var talinn einn fjölhæfasti leikmaður landsins, fór ásamt fjölskyldu sinni til Daytona Beach í Flórida 1997 og lagði þar stund á nám í flugvirkjun. Óborganlegt að fá tækifæri til að búa í öðru landi „Ég ákváð að fara til Daytona og læra flugvirkjun. Þetta var frábær tími og óborganlegt að prófa að búa í öðru landi. Þetta var líka mikil lífsreynsla bæði fyrir mig og fjöskylduna. Svona dvöl kennir manni margt en á pappírunum skilaði þetta prófi í flugvirkjun.” Draumurinn að fá vinnu heima á Íslandi „Ég hóf störf hjá flugfélaginu Atlanta í maí á þessu ári og hef starfað á Gatwick flugvellinum í London. Ég verð líklega hér út desember annars er það ekkert alveg komið á hreint hvert framhaldið verður ogef ég fer af landi brott í janúar næstkomandi þá hef ég ekki hugmynd um hvert ég verð sendur. Draumurinn er að sjálfsögðu að fá vinnu hérlendis við það sem ég hef menntað mig í og geta verið heima hjá fjölskyldunni en við höfum verið aðskilin frá því að náminu lauk.” Saknar “aksjónsins” Þá hef ég líka saknað körfunnar allverulega. Má segja að fyrstu vikurnar eftir að ég hætti var fínt að þurfa ekki að mæta á æfingar á hverju kvöldi en svo varð maður leiður á að hafa ekki eitthvað fyrir stafni. Að lokum var Ragga hálfpartinn farin að reka mig út á kvöldin, alls ekki vön að hafa mig svona hangandi yfir sér. Mér fannst sérstaklega erfitt að lesa blöðin á netinu og vera ekki með í aksjóninu.” Úrvaldeildin sterkari en oft áður „Ég lék minn síðasta leik í janúar 1998 gegn Njarðvík í Njarðvík og skoraði sigurkörfuna sem var góð minning að hafa með sér út. Ég var því orðinn vel ryðgaðurí leiknum gegn Tindastóli. Leikurinn á Króknum var náttúrulega ekki góður fyrir okkur og við náðum engan veginn að sýna okkar rétta andlit. Mér lýst annars vel á deidina, hún er sterkari en oft áður og fleiri lið eru að blanda sér í toppbaráttuna.” Leiðin að titlinum erí gegnum Keflavík Telur þú að Keflvíkingar eigi möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í árÐ „Að sjálfsögðu eigum við von. Við erum að verja titilinn og þeir sem ætla sér að sækja bikarinn hingað til Keflavíkur verða að hafa mikið fyrir því.“ Vill hvergi vera nema á Íslandi um áramótin? Er ekki nauðsynlegt að vera á Íslandi um áramótin 2000? „Fyrst og fremst er það mér mikilvægt og nauðsynlegt að vera með fjölskyldunni en það eru hvergi eins flott áramót og á Íslandi. Eftir að vera búinn að prófa að vera í Ameríku um áramót þá kemur ekkert annað en Ísland til greina 31. desember hvort sem það eru áramótin 2000 eða eitthvað annað!”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024