Albert framlengdi hjá Njarðvík
Markvörðurinn Albert Sævarsson, frá Grindavík, hefur framlengt samning sinn við 1. deildarlið Njarðvíkur í knattspyrnu. Albert átti gott tímabil síðasta sumar með Njarðvíkingum þar sem hann gerði m.a. tvö mörk úr vítaspyrnum.
Albert gekk til liðs við Njarðvíkinga á síðustu leiktíð frá félagsliði í Færeyjum en Albert er þaulreyndur markvörður og á næsta víst eftir að reynast Njarðvíkingum vel í baráttunni í 1. deild.
Mynd: www.umfn.is – Sigfús Aðalsteinsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga og Albert Sævarsson handsala samninginn.