Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Akurskóli sigraði í Lífshlaupinu
Á myndinni eru þær Sigurbjörg Róbertsdóttir, Birna Ósk og Berglind Daðadóttir frá Akurskóla.
Fimmtudagur 5. mars 2020 kl. 10:21

Akurskóli sigraði í Lífshlaupinu

Akurskóli og Heilsuleikskólinn sigraði í Lífshlaupinu sem Íþróttasamband Íslands stóð fyrir nýlega. Akurskóli vann í flokki vinnustaða með 70 til 149 starfsmenn. 

Fleiri fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum stóðu sig vel í hlaupinu. Í flokki 800 og fleiri starfsmenn var Isavia í 3. sæti og Samkaup í 5. sæti. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum varð í 7. sæti í flokknum 150 til 399 starfsmenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkurskóli varð í 2. sæti í flokknum 70 til 149 starfsmenn og Ráðhús Reykjanesbæjar í 5. sæti. Holtaskóli varð í 2. sæti í í floknum 30-69 starfsmenn. Á myndinni eru þær Sigurbjörg Róbertsdóttir, Birna Ósk Óskarsdóttir og Berglind Daðadóttir frá Akurskóla.