Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Akurskóli og Holtaskóli sigruðu grunnskólakeppni Íslands í sundi
Lið Holtaskóla sem sigraði í eldri flokki, annað árið í röð.
Miðvikudagur 9. mars 2016 kl. 10:45

Akurskóli og Holtaskóli sigruðu grunnskólakeppni Íslands í sundi

Grunnskólakeppni Íslands í sundi fór fram í Laugardalslaug í gær og sigruðu skólar úr Reykjanesbæ í báðum flokkum. Akurskóli sigraði í yngri flokki, 5. til 7. bekk en Holtaskóli í eldri flokki, 8. til 10. bekk. Þetta var annað árið í röð sem Holtaskóli sigrar í eldri flokki. Akurskóli hafnaði í 3. sæti í eldri flokki.
 
Grunnskólinn í Sandgerði, Heiðarskóli og Njarðvíkurskóli úr Reykjanesbæ sendu einnig lið til þátttöku og stóðu þau sig með miklum sóma. Keppnin var haldin á vegum Sundsambands Íslands og var þetta sú þriðja í röðinni. Alls voru 34 skólar skráðir til leiks með 64 lið í heildina. Góð stemning myndaðist í Laugardalslauginni en um 550 börn mættu þangað ásamt fylgdarfólki. Áhorfendur settu mikinn svip á mótið voru hátt í 200.
 
 
Lið Akurskóla
 
Lið Grunnskólans í Sandgerði
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024