Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 6. mars 2002 kl. 14:12

Ákall til stuðningsmanna Keflavíkur

Á morgun er síðasta umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik og þá mun koma í ljós hvaða lið verður deildarmeistari. Keflvíkingar eiga góða möguleika á þeim titli en þeir þurfa að sigra Breiðablik á morgun til að það sé öruggt. Á heimasíðu Keflvíkinga er ákall til stuðningsmanna liðsins frá stjórninni. Hún byður fólk að koma og styðja þá í leiknum enda er hann mjög mikilvægur. Hér er „ákallið“ í heild sinni:

Ágætu stuðningsmenn
Morgundagurinn er mikilvægur dagur. Leikur okkar við Breiðablik kemur til með að skera úr um hvort við verðum Deildarmeistarar.
Breiðablik hefur leikið mjög vel á Heimavelli í vetur og hafa unnið 6 af 10 leikjum þar. Það sem meira er þeir stæsta tap var gegn UMFN, einungis 9 stig (86-95). Hinir þrír tapleikirnir hafa verið ennþá jafnari, 3ja og 4ra stiga töp.
Gleymum því heldur ekki að þeir unnu okkur í Kjörísbikarnum 2. nóv. sl. 72-68. Heimavallarrétturinn getur hreinlega ráðið því hvort við eigum möguleika á þeim Stóra.
Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir okkur fyrir þær einföldu sakir að heimavöllur okkar er ákaflega sterkur. Við töpuðum síðast á heimavelli í deildinni 12. jan 2001 fyrir KR 97-100. Á þessu leiktímabili höfum við unnið alla 11 heimaleiki okkar og að jafnaði með nokkuð afgerandi hætti. Við höfum skorað í heildina 1133 stig gegn 905. Það þýðir að meðaltalið er 103 stig gegn 82, eða að við höfum sigrað með 21 stigi að meðaltali á heimavelli.
Hinsvegar höfum við tapað 4 leikjum útivelli (Hamar, Grindavík, Skallagrímur og KR), þ.e. við höfum taðað fyrir bæði toppnum og botninum (aðalega neðan miðju) á útivelli.
Reyndar er það svo að flest liðin eiga nokkuð sterka heimavelli. Það er því ÁKAFLEGA mikilvægt að við verðum DEILDARMEISTARAR og höldum heimaleikjaréttinum alla Úrslitakeppnina. Ef ekki þá eigum við mun minni möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en ella.
Það er því ákaflega mikilvægt fyrir okkur að þú og allt þitt fólk mæti í Smárann á morgun. Við þurfum á öllum okkar kröftum að halda núna.
Áfram KEFLAVÍK
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024