AÍFS með torfærukeppni í Jósepsdal
Nú gefst landanum loksins tækifæri að kíkja á skemmtilegustu torfærukeppni sumarsins sem haldin verður á laugardaginn í Jósepsdal kl. 13:00 (á móti Litlu kaffistofunni).
Akstursíþróttafélag Suðurnesja heldur keppnina í samstarfi við Bíla & Hjól. Í tilefni að 30 ára afmæli félagsins mun helmingur af ágóða keppninnar renna beint til Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna.
Keppendur og mótshaldarar skora á sem flesta að kíkja á keppnina og styðja verðugt málefni og fá góða skemmtun í leiðinni.
Þetta er síðasta keppni sumarsins á suðvesturhorninu og því tilvalið að bera tryllitækin augum. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri en aðgangseyrir er 1500 kr. fyrir fullorðna.
Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér.
Kynningarmyndband af youtube má finna hér.