Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Áhugi fyrir Arnóri erlendis frá
Föstudagur 20. september 2013 kl. 14:43

Áhugi fyrir Arnóri erlendis frá

Sænska úrvalsdeildarfélagið, IFK Norrköping virðist hafa mikinn áhuga á að kaupa Arnór Ingva Traustason, leikmann Keflavíkur í Pepsi deild karla í fótbolta. Frá þessu er greint á vefsíðunni 433.is. Arnór hefur leikið vel með Keflvíkingum í sumar og vakið nokkra athygli fyrir frammistöðu sína með U21 liði Íslands. Arnór lék síðari hluta tímabils í fyrra með Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildinni en ekkert varð af stakkaskiptum hans þangað.

Arnór fór til æfinga hjá sænska liðinu fyrr í sumar og stóð sig með miklum ágætum. Fulltrúar sænska liðsins komu á dögunum til Keflavíkur þar sem þeir fylgdust með leik og ræddu við Arnór. Þorsteinn Magnússon staðfesti í samtali við 433.is að áhugi væri fyrir miðjumanninum en ekkert formlegt tilboð hefði þó borist.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25