Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ágúst vann til gullverðlauna í Moldavíu
Ágúst Kristinn Eðvarðsson hneppti gullið á mótinu.
Þriðjudagur 23. maí 2017 kl. 12:04

Ágúst vann til gullverðlauna í Moldavíu

Ágúst Kristinn Eðvarðsson vann til gullverðlauna á Moldova Open mótinu í taekwondo, sem fram fór um helgina, en hann gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk örugglega.

Kristmundur Gíslason keppti einnig á mótinu, en hann lenti í því óláni að meiðast í bardaganum og komst því ekki áfram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ágúst og Kristmundur æfa með Keflavík og eru í íslenska landsliðinu í taekwondo, en báðir eru þeir margfaldir Íslands- og bikarmeistarar. Þá hafa þeir einnig náð gríðarlegum árangri erlendis.


Ágúst og Kristmundur við keppnishöllina.