Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ágúst Orrason semur við Keflavík
Ágúst Orrason undirritar samninginn ásamt Fali Harðarsyni formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur
Fimmtudagur 7. maí 2015 kl. 21:03

Ágúst Orrason semur við Keflavík

,,Skil við Njarðvík í engu nema góðu"

Keflvíkingar sitja ekki auðum höndum þessa dagana og hefur penninn góði verið mundaður nokkuð mikið s.l. daga við undirritun þjálfara- og leikmannasamninga.

Ágúst Orrason sem hefur leikið síðustu ár með Njarðvík skrifaði undir hjá erkifjendunum hinum megin við lækinn á dögunum en Ágúst skoraði 6 stig að meðaltali í leik fyrir Njarðvíkinga á síðasta tímabili. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

,,Ég er búinn að eiga 3 góð ár hjá Njarðvík og kynntist þar fullt af frábæru fólki og skil ég við Njarðvík í engu nema góðu. Ástæðan fyrir að eg valdi Keflavík er að vildi takast á við nýjar áskoranir og sá að þeir voru búnir að ráða flotta þjálfara þannig eg akvað bara að kýla á þetta." - sagði Ágúst í samtali við blaðamann í vikunni.

Þar með hafa Keflvíkingar tryggt sér starfskrafta tveggja nýrra leikmanna ef svo má segja, því Magnús Gunnarsson krotaði nafn sitt á samning fyrr í vikunni en hann lék með Grindavík og Skallagrími á síðasta tímabili auk þess sem að Valur Orri Valsson endurnýjaði samning sinn til næstu 3ja ára.