Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ágúst og Thelma íþróttafólk Keflavíkur 2018
Ágúst Kristinn, Björg Hafsteinsdóttir móðir Thelmu Dísar tók við verðlaunum hennar og Einar Haraldsson, formaður félagsins.
Sunnudagur 30. desember 2018 kl. 11:55

Ágúst og Thelma íþróttafólk Keflavíkur 2018

Ágúst Kristinn Eðvarðsson, taekwondomaður og Thelma Dís Ágústsdóttir, körfuboltakona voru valin íþróttafólk Keflavíkur 2018. Greint var frá valinu í hófi félagsins í Keflavík 28. desember sl. Einnig var greint frá vali á íþróttafólki ársins í öllum deildum félagins.
Ágúst Kristinn hefur náð afburða árangri í grein sinni þrátt fyrir að vera ungur að árum. Thelma Dís hefur verið lykilmaður í meistaraliði Keflavíkur í körfubolta kvenna en er nú við háskólanám í Bandaríkjunum auk þess að spila körfubolta.

Íþróttamenn deilda Keflavíkur 2018

Knattspyrnukarl:               Hólmar Örn Rúnarsson

Knattspyrnukona:             Natasha Moraa Anasi

Körfuknattleikskarl:         Hörður Axel Vilhjálmsson

Körfuknattleikskona:        Thelma Dís Ágústsdóttir

Fimleikakarl:                      Atli Viktor Björnsson

Fimleikakona:                    Alísa Rún Andrésdóttir

Sundkarl:                            Þröstur Bjarnason

Sundkona:                           Stefanía Sigurþórsdóttir

Skotkarl:                             Magnús Guðjón Jensson

Taekwondokarl:                 Ágúst Kristinn Eðvarðsson

Taekwondokona:               Dagfríður Pétursdóttir

Blakkarl:                             Kristinn Rafn Sveinsson

Blakkona:                            Auður Eva Guðmundsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024