Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ágúst og Ástrós sigursæl í Noregi
Mánudagur 2. febrúar 2015 kl. 07:00

Ágúst og Ástrós sigursæl í Noregi

Norðurlandamótið í taekwondo fór fram í Þrándheim í Noregi nú um helgina. Keflvíkingar sem eru margfaldir Íslands- og Norðurlandameistarar áttu 11 keppendur á mótinu sem kepptu fyrir Íslands hönd en samtals kepptu 25 manns frá hinum ýmsu félögum á landinu.

Ástrós Brynjarsdóttir, sem er orðin einn þekktasti íþróttamaður bæjarfélagsins, kom sá og sigraði á þessu móti og kom heim með tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Ástrós sigraði sinn flokk í bardaga og er það þriðja árið í röð sem hún verður Norðurlandameistari í bardaga. Hún gerði sér einnig lítið fyrir og sigraði í sínum flokki í einstaklingstækni og varð því fyrsta og eina íslenska konan til að verða Norðurlandameistari í tækni. Ástrós keppti einnig í paratækni með Svani Þór Mikaelsson og unnu þau til silfurverðlauna eftir harða keppni við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Ástrós og Svanur eru margfaldir Íslandsmeistarar í paratækni.

Ágúst Kristinn Eðvarðsson, sem var valinn keppandi Reykjavíkurleikanna í taekwondo um þarsíðustu helgi, nældi sér í sinn þriðja Norðurlandameistaratitil nú um helgina þegar hann sigraði í sínum flokki í bardaga.

Aðrir keppendur frá Keflavík stóðu sig einnig vel.

Daníel Aagard Nilsen - Silfur í bardaga

Svanur Þór Mikaelsson, Karel Bergmann Gunnarsson og Ægir - Brons í hópapoomsae

Karel Bergmann Gunnarsson - Silfur í bardaga

Ægir Már Baldvinsson - Brons í bardaga

Kristmundur Gíslason - Brons í bardaga

Adda Paula Ómarsdóttir - Brons í hópatækni

Íslenska liðið vann í heildina:
6 Gull
10 Silfur
6 Brons
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024