Ágúst Kristinn taekwondomaður ársins
Keflvíkingurinn Ágúst Kristinn Eðvarðsson var valinn taekwondomaður ársins af Taekwondosambandi Íslands árið 2015. Hann átti stórgott ár sem var kórónað með frábærum árangri á erlendri grundu þar sem Ágúst vann meðal annars Norðurlandatitil og bronsverðlaun á Evrópumótinu í taekwondo.
Taekwondokona ársins er Ingibjörg Erla Grétarsdóttir frá Selfossi en síðustu ár hefur Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík hlotið nafnbótina.


.jpg) 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				